Velkomin(n) á vef66°NORÐUR

Veldu svæði
Ísland

TungumálÍslenska

GjaldeyrirISK

SendingÍsland

Evrópa

TungumálEnska

GjaldeyrirEUR

SendingEvrópa

USA og Canada

TungumálEnska

GjaldeyrirUSD

SendingUSA & Kanada

Þýskaland

TungumálÞýska

GjaldeyrirEUR

SendingÞýskaland

Hildur Yeoman + 66°NORTH

Hildur Yeoman + 66°NORTH

Það finnst varla byggt ból á Íslandi þar sem máttur hafsins er ekki alltumlykjandi. Samstarf 66°Norður og Hildar Yeoman dregur innblástur sinn frá hafinu sem umlykur Ísland. Bæði vörumerkin eru kunnug sjónum og sameina krafta sína nú í einstöku samvinnuverkefni. 66°Norður hefur framleitt fatnað fyrir sjómenn frá stofnun fyrirtækisins árið 1926 og Hildur hefur oft nýtt hafið í verkum sínum, jafnt sem náttúruöflin eins og þau leggja sig.

Hildur Yeoman hefur teiknað allt frá því í barnæsku og lá snemma fyrir henni að fara í listnám. Hún var hins vegar ekki viss um hvaða listform hún myndi taka sér fyrir hendur, en fatahönnun varð fyrir valinu. „Það var mun erfiðara að afla sér upplýsinga um tísku þegar ég byrjaði í Listaháskólanum heldur en í dag,“ segir Hildur. „Til dæmis leitaði ég ekki að innblæstri á netinu, heldur í bókum. Þó það sé bara um áratugur síðan ég útskrifaðist þá var netið að taka svo miklum breytingum á þeim tíma sem ég byrjaði í skólanum.“

Hildur er þekkt fyrir mynstrin á fötunum sem hún hannar. „Mynstrin eru teikningar eftir mig og skiptir þá engu hvort ég sé að teikna, mála eða að mynda form. Þegar ég byrja að teikna, þá bý ég til ákveðinn heim og sögur innan þessa heims.“ Þessar sögur eru síðan efniviðurinn í mynstrinu sem Hildur hannar, sem birtist í litum, formum eða efni flíkarinnar.

Í samstarfsverkefni 66°Norður og Hildar er hafið í forgrunni, sem heillaði Hildi og vakti upp blendnar tilfinningar hjá henni. „Við sem búum á Íslandi upplifum auðvitað mikla nálægð við hafið og erum í miklum tengslum við það,“ segir hún. „Svo er það þessi óttablandna virðing, því þó hafið gefi þá tekur það líka.“ Sagnaarfur hafsins var Hildi mikill innblástur, ásamt fegurðinni og kraftinum sem býr í sjónum í sinni margbreytilegu mynd. Öldumynstrið sem Hildur bjó til fyrir samstarfsverkefnið er vísun í sjávarteikningar sem hún hefur áður unnið með sem veggverk. „Mig langaði að vinna með slíkar sjávarteikningar áfram og útfæra þær í prjónamynstri,“ segir Hildur. „Ég er mjög spennt fyrir útkomunni úr samstarfinu með 66°Norður.“

Hönnunarferlið sjálft er mismunandi í hvert skipti. Hildur er mikill safnari og er oft lengi að raða hlutum í prentin sem henni finnst endurspegla innblásturinn og litaþemað sem hún vill ná fram í línunni. Prentin eru síðan oft blanda af ljósmyndum og teikningum. Teikningarnar eru mjög tímafrekar, þar sem þær eru vandlega unnar út frá því sem veitir innblástur hverju sinni.

Náttúran hefur alltaf tengst því hvernig Hildur nálgast hönnun. „Ég hanna frekar efnismikil og þekjandi föt sem henta ekki vel í mjög hlýju veðri, þar sem ég er ekki oft í miklum hita. Ég myndi eflaust hanna fleiri bikíní ef ég væri frá Brasilíu!“ Náttúran er alls staðar í nærumhverfi Hildar og skilar sér fljótt í hönnunarferlinu á einn eða annan hátt – hvort sem það er á litaspjaldinu, í mynstrum eða sem undiralda í fatalínunni allri.

66°Norður og Hildur Yeoman frumsýna samstarf sitt í verslun 66°Norður á Laugavegi 17-19 klukkan 17, föstudaginn, 23.mars. Þá verður hægt að versla flíkur úr fatalínunni og bjóðum við alla velkomna.
Sjá meira hér.

Deila þessari sögu:
Samtals:

Halda áfram að versla Greiða