Velkomin(n) á vef66°NORÐUR

Veldu svæði
Ísland

TungumálÍslenska

GjaldeyrirISK

SendingÍsland

Evrópa

TungumálEnska

GjaldeyrirEUR

SendingEvrópa

USA og Canada

TungumálEnska

GjaldeyrirUSD

SendingUSA & Kanada

Þýskaland

TungumálÞýska

GjaldeyrirEUR

SendingÞýskaland

Bak við tjöldin

Soulland meets 66°NORTH

Bak við tjöldin

Soulland meets 66°NORTH

Soulland meets 66°North samstarfið byggir á sjóstakknum klassíska frá 66°Norður sem verður einmitt 90 ára í ár, en einnig á tæknilegum jökkum sem notaðir hafa verið af björgunarsveitum og fjallafólki, - jökkum eins og Snæfelli  og Hvannadalshnjúk. 

66°Norður hóf starfsemi sína árið 1926 með það að markmiði að hanna og framleiða fatnað fyrir íslenska sjómenn. Í dag framleiðum við fatnað með það skýra markmið að takast á við íslenska náttúru og verðurfar. Stærsti hluti vörulínunnar er framleiddur í okkar eigin verksmiðjum í Lettlandi en við vinnum náið með bestu efnisframleiðendum heims hvað varðar gæði og nýjungar.

Soulland meets 66°North jakkarnir koma í einu sniði en í fjórum mismunandi litum og efnum; svörtum, ljósbrúnum og svörtum og gráum með endurskinsröndum. Allir jakkarnir eru með endurskini og límdum saumum.

Þrjár mismunandi útgáfur

Vala Soulland jakkinn er svartur og hentar vel í alla útivist sem og hversdags. Hann andar vel og er vatns- og vindheldur.

 

Helgi Soulland jakkinn er úr sérstöku efni sem var hannað fyrir þetta verkefni. Efnið inniheldur þræði sem virkar eins og endurskin. Jakkinn andar vel og er vind- og vatnsheldur.

Vala Soulland jakkinn kemur líka í twill ofnu efni. Það er ljósbrúnt og lítur út eins og ofið ullarefni. Jakkinn er vatnsfráhrindandi og andar vel.

 

Jakkarnir eru fáanlegir í verslun 66°Norður á Laugarvegi 17-19

Smelltu hér til að lesa meira um samstarf 66°Norður og Soulland

Deila þessari sögu:
Samtals:

Halda áfram að versla Greiða