Velkomin(n) á vef66°NORÐUR

Veldu svæði
Ísland

TungumálÍslenska

GjaldeyrirISK

SendingÍsland

Evrópa

TungumálEnska

GjaldeyrirEUR

SendingEvrópa

USA og Canada

TungumálEnska

GjaldeyrirUSD

SendingUSA & Kanada

Þýskaland

TungumálÞýska

GjaldeyrirEUR

SendingÞýskaland

Frá sjóklæðum til 66°Norður

Það var árið 1926, á Suðureyri við Súgandafjörð, sem Sjóklæðagerðin hóf starfsemi og hóf að framleiða fatnað fyrir íslenska sjómenn. Nafnið 66°Norður kemur svo til vegna þess að Súgandafjörður er staðsettur rétt norðan við heimskautsbaug, á breiddargráðu 66°N.
Þessi tengsl við sjómennskuna hafa alla tíð verið okkur kær. Aðbúnaður og aðstæður sjómanna á þessum tíma voru auðvitað gjörólikar því sem þekkist í dag en tilgangurinn var sá að búa til betri fatnað sem létti sjómönnum verkin og gerði tilveru þeirra aðeins öruggari. Hans Kristjánsson, ungur sjómaður á Suðureyri, hóf tilraunir heima í Súgandafirði við gerð sjófatnaðar og var kostaður af útgerðarmönnum í nám til Noregs til að læra af sjóklæðagerðum þar í landi. Þegar hann sneri aftur heim reynslunni ríkari hóf Hans að sníða og framleiða sinn eigin sjófatnað og stofnaði Sjóklæðagerð Íslands.

Sjóklæði verða almenningseign

Fyrirtækið var því frá upphafi stofnað til þess að takast á við erfiðar íslenskar aðstæður og hefur þróast í takt við þarfir sjómanna. Þau gæði sem fyrirtækið hefur allatíð staðið fyrir skópu hins vegar fljótt eftirspurn víðar hjá þjóðinni því það eru fleiri en sjómenn sem glíma við íslenska veðrið. Þannig varð fatnaðurinn strax að nokkurskonar einkennisbúningi Slysavarnarfélagsins og enn í dag eru björgunarsveitir klæddar fatnaði frá okkur. Sjófatnaðurinn varð staðalbúnaður skáta, ferðalanga og ungmenna í útivinnu.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg árið 1967

Kuldinn verður skemmtiefni

Vörulína fyrirtæksins hefur breikkað mikið á undanförnum árum. Þjóðin fer nú út í kuldann og trekkinn sér til dægrastyttingar og útivistarflíkur löngu orðnar hversdagsfatnaður Íslendinga í daglegu amstri. Í dag er Sjóklæðagerðin auðvitað betur þekkt sem 66°Norður sem er vörumerki fyrir útivistarfatnað okkar. Okkur þykir hinsvegar vænt um gamla nafnið okkar sem minnir okkur á hvað gerði sjóklæðin okkar sterkari en önnur. Við höfum aldrei hætt að vanda okkur og tökum enn ofan fyrir Hans Kristjánssyni, nú þegar fyrirtækið stendur á níræðu.

Í fremstu röð í heiminum

Frá upphafi hefur félagið starfrækt sínar eigin verksmiðjur og fer stærstur hluti framleiðslunnar í dag fram í verksmiðjum okkar í Lettlandi. Þar starfa um 200 manns við framleiðslu og pökkun á útivistarfatnaði, sjófatnaði og vinnufatnaði fyrir fjölmargar starfstéttir, allt frá byggingarverkamönnum til lögregluþjóna.

Saga 66°Norður er um margt óvenjuleg. Fatnaðurinn okkar er búinn til með það skýra markmið að takast á við íslenska náttúru og veðurfar. Kannski er það þess vegna sem vörur fyrirtækisins eru margverðlaunaðar fyrir gæði og hönnun.

Hvað gæti verið betra fyrir hönnuð útivistarfatnaðar en að þurfa bíða eftir strætó í janúar á Íslandi?

Samtals:

Halda áfram að versla Greiða